Welcome to Rokksafn | Rokksafn
IS EN

Velkomin á Rokksafn Íslands

Um safnið

Rokksafn Íslands er sýning um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1920 til dagsins í dag. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, styttu af Rúnari Júlíussyni, flygil úr eigu Ragga Bjarna og þannig mætti lengi telja.

Ókeypis aðgangur

Frá og með sumrinu 2025 er er enginn aðgangseyrir á Rokksafn Íslands. Öll velkomin!

Opnunartími
Rokksafn Íslands er opið alla virka daga frá 09:00-18:00 og frá 10:00-17:00 á laugardögum og sunnudögum.

„Það geta ekki allir verið gordjöss.“

Páll Óskar -2010

Upplýsingar

Aðgangseyrir :
0 kr. - Enginn aðgangseyrir er að Rokksafni Íslands frá og með árinu 2025.
Opnunartími :
Opið á virkum dögum frá 09:00 til 18:00 og 10:00-17:00 á laugardögum og sunnudögum.

Opið er alla daga ársins nema á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, aðfangadag jóla, jóladag og gamlársdag.

Plötuspilarar

Gagnvirkir plötuspilarar er nýjasta viðbótin við Rokksafn Íslands. Með plötuspilurunum fær fólk meiri upplifun af íslenskri tónlistarsögu sem hýst er í Rokksafni Íslands. Í safninu eru þrjár stöðvar með gagnvirkum plötuspilurum. Gestir hafa úr nokkrum plötum með sögu íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita að velja. Með því að snúa plötunni opnast umfjöllun um viðkomandi listamann eða hljómsveit sem er blanda af ljósmyndum, tónlist og myndböndum. Plötuspilararnir voru útbúnir í samstarfi við margmiðlunarfyrirtækið Gagarín.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina, búinn að bíta upp alla túnina. Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað. Hann sagði dada, en meinti bada. Verst var það.

Hjálmar -2004

Hafðu samband

Tölvupóstur :
info@hljomaholl.is
Símanúmer :
420 1030

Hvar finnurðu okkur?
Rokksafn Íslands er í Hljómahöll í Reykjanesbæ í rúmlega hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Heimilisfang: Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær.