IS EN

Velkomin á Rokksafn Íslands

Um safnið

Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Gestir fá afhenta spjaldtölvu svo þeir geti kafað enn dýpra í söguna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á ...Lifun með Trúbrot, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja.

Hall of Fame

Í Rokksafni Íslands er frægðarveggur íslenskrar tónlistar en þar er öllum heiðursverðlaunahöfum íslensku tónlistarverðlaunanna gerð sérstök skil. Með aðstoð rokk-appsins er hægt að lesa sér til um hvern og einn og njóta tónlistar þeirra.

„Það geta ekki allir verið gordjöss.“

Páll Óskar -2010

Upplýsingar

Aðgangseyrir :
1500 kr.
Opnunartími :
11:00-18:00

Aðgangseyrir fyrir eldri borgara/öryrkja: 1200 kr. Frítt fyrir 16 ára & yngri í fylgd með fullorðnum.

Rokk-Café - „Einn bolla af rokki, takk“
Á safninu geta gestir sest niður, notið tónlistarinnar og fengið sér frábæran kaffibolla frá Kaffitár sem er einmitt með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ. Kaffitár leggur mikla ástríðu í kaffið og er það Rokksafninu mikil ánægja að bjóða gestum upp á kaffi frá Kaffitár. Á safninu geta gestir einnig fengið te, sódavatn, gos, safa og fleira.

Rokk-búðin
Á safninu geta gestir keypt alls kyns varning tengdan rokksögunni s.s. bækur, geisladiska, heimildarmyndir og boli merkta safninu. Við mælum með að enginn fari heim án þess að rokka sig aðeins upp af efni.

Rokkappið

Gestir safnsins fá lánaða spjaldtölvu og heyrnartól við komuna á safnið. Á spjaldtölvunni er forrit sem við köllum Rokk-appið. Það gerir gestum kleift að kafa dýpra í söguna og þá tónlistarmenn sem fjallað er um á safninu. Á veggjum safnins eru upplýsingar um sögu ákveðinna tímabila og tónlistarmenn en appið gerir gestum kleift að kafa enn dýpra í söguna. Í appinu er miklu meira af upplýsingum, hægt að hlusta á tónlist, horfa á tónlistarmyndbönd og viðtöl við tónlistarmenn.

Kindin Einar var þá við vegabrúnina, búinn að bíta upp alla túnina. Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað. Hann sagði dada, en meinti bada. Verst var það.

Hjálmar -2004

Hafðu samband

Tölvupóstur :
info@hljomaholl.is
Símanúmer :
420 1030

Við tökum vel á móti hópum á Rokksafni Íslands af öllum stærðum og gerðum! Rokksafn Íslands býður upp á góðan afslátt af aðgangseyri fyrir hópa sem fjölmörg fyrirtæki, hópar og félög hafa nýtt sér. Hafið samband við starfsfólk Hljómahallar til að fá nánari upplýsingar á info@hljomaholl.is eða í sími 420 1030. Hópaheimsóknir þarf að panta með amk. tveggja daga fyrirvara.

Hvar finnurðu okkur?
Safnið er í Hljómahöll í Reykjanesbæ í um hálftíma aksturfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Heimilisfang: Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær.